Það kostar ekkert að fá okkur til þess að koma, skoða verkefni og gefa verðhugmynd. Í sumum tilfellum getum við gefið fast verðtilboð.
*þó er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að í flóknari verkum og framkvæmdum ber að greina á milli áætlunar og raunkostnaðar. Við reynum þó ávallt að gefa greinargóð og skýr svör varðandi allar kostnaðaráætlanir.
Verk eru mismunandi eins og þau er mörg - algengt verkferli er eftirfarandi:
Borgað er fyrir efni af verkkaupa í byrjun verks.
Þegar verk er komið af stað greiðist a.m.k. 20% kostnaáætlunar sem innborgun.
Þegar verk er hálfnað skal verkkaupi greiða fyrir 50% af heildarkostnaði.
Þegar verk er langt á veg komið (c.a. 3/4 lokið) skal 75% heildarkostnaðar greiddur.
Í lok verks ber verkkaupa að greiða eftirstöðvar vinnu og efnis.
Já, við vinnum í stærri sem smærri framkvæmdum:
Stærð verkefna er margbreytileg en við teljum að öll verk séu jafn mikilvæg
Við tökum að okkur flest verk - svo fremur sem næst saman um verð og tímaramma
KogT teymið vinnur við nýbyggingar, fyrir húsfélög, einstaklinga og borgir/bæjarfélög
Okkar hugmyndafræði er að samstarfsaðilar okkur, stórir sem smáir, eigi rétt á nákvæmum og fagmannlegum vinnubrögðum - unnin að kunnáttu og byggð á traustum samskiptum.
Við höfum haft þann háttinn á að virða trúnað við viðskiptavini í hvívetna, en höfum þó með með gefnu leyfi verkkaupa gefið upp símanúmer þeirra, þannig hægt sé að staðfesta vinnubrögð og tímaáætlanir.
Við vorum ánægðir og stoltir að fá þessi fallegu skilaboð frá Eiríki Hreini Helgasyni leiðsögumanni og söngvara. Eiríkur gaf okkur góðfúslegt leyfi til að birta þau hér: